
Tuesday Jun 11, 2024
Matsverkefni við lok 10. bekkjar - Útskriftarverkefni við lok grunnskólagöngu
Velkomin í hlaðvarp Ásgarð um menntamál. Í þessum þætti ræðir Kristrún Lind við Tinnu Pálsdóttur ráðgjafa og Óskar Finn Gunnarsson kennara um námsmat við lok 10. bekkjar með því að nemendur vinna nemendastýrð útskriftarverkefni. Nú vorið 2024 fóru nemendur sem ljúka námi í Ásgarðsskóla í gegnum matsverkefnið og voru þar með þriðji hópurinn sem lauk skólagöngu sinni með þeim hætti. Tinna og Óskar deila raunverulegri reynslu sinni.
Verkefnin eru aðgengileg á www.namsgagnatorgid.is sem skjöl á drifi sem öllum er heimilt að taka afrit af og nýta sér í þágu betra skólastarfs á Íslandi.
-----
Nemendur sem eru að ljúka grunnskólagöngu fylgja nemenda-, kennara og foreldrastýrðum viðtölum eins og aðrir nema að síðasta nemendastýrða viðtalið er kynning útskriftarnemandans á útskriftarverkefninu sínu og tekur þann tíma sem það þarf að taka.
- Matsverkefni við lok 10. bekkjar - stórt áhugasviðsverkefni auk kennarastýrðra verkefni sem byggja á matsviðmiðum við lok 10. bekkjar. Byggir á öllum matsviðmiðum við lok 10. bekkjar.
- Kynna nemendum viðmiðin og verkefnin ekki seinna en í janúar við lok skólagöngu.
Ráðgjafar Ásgarðs bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða og ráðgjafar www.ais.is
Einnig er hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Instagram og YouTube
No comments yet. Be the first to say something!