Hlaðvarp Ásgarðs um menntamál

Hlaðvarp Ásgarðs um menntamál þar sem Kristrún og gestir hennar fjalla um skólamál á mannamáli. Þáttunum er ætlað að efla skilning kennara, stjórnenda, fræðsluaðila, foreldra og pólítíkusa á hugtökum tengdum menntastefnu ríkisins.

Listen on:

  • Spotify

Episodes

Thursday Jun 13, 2024

Kennarar Ásgarðsskóla segja frá verkefninu Nýlendur skemmtilegt og krefjandi verkefni sem nær samt til allra nemenda! 
Kristófer, Gréta og Kristófer fara vítt og breytt en deila fyrst og fremst reynslu sinni af kennslunni. 
Askurinn hýsir allt verkefnasafnið og tengir við frammistöðu og námsmat nemenda. Askurinn.net er áskriftarvefur - vinsamlegast hafið samband við ráðgjafa í tölvupósti á askurinn@askurinn.net eða í síma 555-0034 
Hægt er að heyra nánari útskýringar á nokkrum vinsælum verkefnaferlum ásamt reynslusögum kennara af þeim á hlaðvarpsrás Ásgarðs.  Ráðgjafar Ásgarðs bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða og ráðgjafar www.ais.is 
Einnig er hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Instagram og YouTube 
Góða skemmtun og gangi ykkur vel 
Starfsfólk Asksins/Ásgarðs 

Thursday Jun 13, 2024

Velkomin í hlaðvarp Ásgarðsskóla. Í þessum þætti kafa stjórna kennararnir okkar, Óskar Finnur, Kristófer og Gretar Pálin umræðum um námsferlið "Hver er ég". 
Mjög gagnleg umfjöllum, góð ráð um hvernig nálgast má nemendur og finna leiðir til þess að koma til móts við fjölbreyttar þarfir þeirra og kynnast þeim á sama tíma og kerfisbundið leiðsagnarnám fer fram. 
Verkefnin eru aðgengileg á www.namsgagnatorgid.is sem skjöl á drifi sem öllum er heimilt að taka afrit af og nýta sér í þágu betra skólastarfs á Íslandi. 
Ráðgjafar Ásgarðs bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða og ráðgjafar www.ais.is 
Einnig er hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Instagram og YouTube
 
 

Thursday Jun 13, 2024

Í þessum þætti ræða Kristrún, Kristófer Gautason og Gréta Pálín Pálsdóttir um verkefni sem gefa nemendum tækifæri til að sýna sköpunargáfu sína í gegnum áhugasviðsverkefni, skólablað og nýsköpun. Gréta Pálin deilir reynslu sinni af því að vinna með unglingum að ýmsum skapandi verkefnum, þar sem hún leggur áherslu á mikilvægi skipulagðrar kennslu og áhrif á þroska nemenda.
Við ræðum ferlið við að samþætta þessi skapandi verkefni í tengslum við námskrána og hvernig skipulögð námskrá og skipulag í kringum verkefni hjálpa nemendum að þróa mikilvæga hæfileika eins og tímastjórnun, teymisvinnu, samskipti og tjáningu. Kristófer deilir innsýn í þá umbreytingu sem hann hefur séð hjá nemendum sínum þegar þeir taka þátt í þessum verkefnum og undirstrikar mikilvægi stöðugrar æfingar og ígrundunar.
Verkefnin eru aðgengileg á www.namsgagnatorgid.is sem skjöl á drifi sem öllum er heimilt að taka afrit af og nýta sér í þágu betra skólastarfs á Íslandi. 
Ráðgjafar Ásgarðs bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða og ráðgjafar www.ais.is 
Einnig er hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Instagram og YouTube
 
 

Tuesday Jun 11, 2024

Velkomin í hlaðvarp Ásgarð um menntamál. Í þessum þætti ræðir Kristrún Lind við Tinnu Pálsdóttur ráðgjafa og Óskar Finn Gunnarsson kennara um námsmat við lok 10. bekkjar með því að nemendur vinna nemendastýrð útskriftarverkefni. Nú vorið 2024 fóru nemendur sem ljúka námi í Ásgarðsskóla í gegnum matsverkefnið og voru þar með þriðji hópurinn sem lauk skólagöngu sinni með þeim hætti. Tinna og Óskar deila raunverulegri reynslu sinni. 
Verkefnin eru aðgengileg á www.namsgagnatorgid.is sem skjöl á drifi sem öllum er heimilt að taka afrit af og nýta sér í þágu betra skólastarfs á Íslandi. 
-----
Nemendur sem eru að ljúka grunnskólagöngu fylgja nemenda-, kennara og foreldrastýrðum viðtölum eins og aðrir nema að síðasta nemendastýrða viðtalið er kynning útskriftarnemandans á útskriftarverkefninu sínu og tekur þann tíma sem það þarf að taka. 
Matsverkefni við lok 10. bekkjar - stórt áhugasviðsverkefni auk kennarastýrðra verkefni sem byggja á matsviðmiðum við lok 10. bekkjar. Byggir á öllum matsviðmiðum við lok 10. bekkjar. 
Kynna nemendum viðmiðin og verkefnin ekki seinna en í janúar við lok skólagöngu. 
Ráðgjafar Ásgarðs bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða og ráðgjafar www.ais.is 
Einnig er hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Instagram og YouTube
 

Tuesday Jun 11, 2024

Velkomin í hlaðvarp Ásgarð um menntamál. Í þessum þætti ræðir Kristrún Lind við kennarana Óskar Finn Gunnarsson og Kristófer Gautason um samþættingarverkefnin Draumaherbergið, piparkökuhúsagerð og draumahúsið. Fjölbreyttt stærðfræði og fjármálalæsisverkefni fyrir nemendur á öllum stigum. 
Verkefnin eru aðgengileg á www.namsgagnatorgid.is sem skjöl á drifi sem öllum er heimilt að taka afrit af og nýta sér í þágu betra skólastarfs á Íslandi. 
-----
Við skoðum þetta viðamikla verkefni og ræðum samþættingu þess við ýmis fög eins og stærðfræði, náttúruvísindi og fleira. Samræðan dregur fram mikilvægi þessara umfangsmiklu þemaverkefna sem miða að því að auðga námsupplifunina með því að sameina verklegar athafnir og fræðilega þekkingu.
Óskar og Kristófer deila innsýn sinni í notkun þessara handbóka og leiðbeininga, þar sem þeir leggja áherslu á hvernig þessi verkfæri geta aðstoðað við að spara tíma og efla nám og kennslu. 
Hlustaðu til að læra hvernig samþætting gera námið áhugaverðara og áhrifaríkara. Uppgötvaðu hvernig kennarar geta nýtt þessi efni til að efla skilning sinn á viðfangsefnum nemenda og breytt kennslustofunni í persónumiðaðra námsumhverfi.
 

Friday Oct 27, 2023

Kristrún og Anna María ræða um tilurð Asksins og námsgagnatorgsins sem þar er. Eðli, gerð verkefna, markmið og tilgangur. 

Námsmat í grunnskólum

Friday Oct 27, 2023

Friday Oct 27, 2023

Kristrún og Anna María tala um námsmat í grunnskólum, námsmatsstefnu og samþættingu. Hæfnimiðað nám, matsviðmið við lok 4., 7. og 10. bekkjar og leiðir til þess að mæta nemendum, efla virkni þeirra og að nýta námsmat til námsaðlögunar. 
 

Bráðgerir nemendur

Monday May 23, 2022

Monday May 23, 2022

Anna María Þorkelsdóttir tekur sviðið og fær að ræða um eitt af sínum uppáhalds hugarefnum bráðgera nemendur. Kristrún tekur viðtal við hana. 

Persónumiðað nám

Sunday May 22, 2022

Sunday May 22, 2022

Anna María Þorkelsdóttir og Kristrún Lind Birgisdóttir tala um persónumiðað nám og birtingarmynd þess í grunnskólastarfi. 

Skóli án aðgreiningar

Saturday Apr 30, 2022

Saturday Apr 30, 2022

Í þessum þætti ráðast Anna María Þorkelsdóttir og Kristrún í að ræða viðfangsefnið "Skóli án aðgreiningar,, og hver birtingarmynd þess er í skólastarfi og í hugum okkar. Þær fara yfir einfaldar leiðir við að útfæra skólastarf á aðgreiningar og vinna út frá hvítu blaði. 

Image

Hlaðvarp Ásgarðs um menntamál

Kristrún Lind Birgisdóttir fær til sín gesti sem fjalla um hugtök tengd innleiðingu menntastefnunnar og þeirri þróun sem á sér í leik- grunn-, og framhaldsskólum landsins. Hverjar eru þessar áherslur og hver er birtingarmynd hæfnimiðaðs náms, leiðsagnarnáms, samþættingar, lykilhæfni, grunnþátta og svo má lengi telja. Þættirnir eru 30 til 45 mínútuna langir og henta vel í einn göngtúr. Þættirnir eru ætlaðir sveitastjórnarmönnum, foreldrum, kennurum og ölllum þeim sem hafa áhuga á að skilja eðli þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í skólum og menntastofnunum landsins. Leitast er við að ræða málin á mannamáli og útfrá raunverulegum dæmum. 

Ásgarður {2017} All réttur áskilinn

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125